Teningasögur er spunaspil og á sama tíma námsefni sem höfundur hannaði og er ætlað nemendum á yngri stigum grunnskóla. Spilið byggir á sögu, spuna og borðspilum. Markmið verkefnisins var tvíþætt; annars vegar að búa til nýtt spunapil sem sækir innblástur í gömul spunaspil og borðleiki ásamt hönnun leikreglna sem henta nemendum á yngsta stigi. Hins vegar að gera spilið aðgengilegt kennurum og sýna fram á kennslufræðilegt gildi þess til að hvetja kennara til að nota þetta námsefni.